Home » Skólinn » Stefna og markmið

Stefna og markmið

Stefna
Stefna Menntaskóla Borgarfjarðar er að bjóða nemendum upp á vandað og traust nám til stúdentsprófs og eða annarra skilgreindra námsloka. Að undirbúa nemendur með sem allra bestum hætti undir frekara nám eða þátttöku í atvinnulífi. Að taka mið af þroska og getu einstaklings en leggja um leið áherslu á færni nemenda til samvinnu með öðrum um úrlausn verkefna. Stefna Menntaskóla Borgarfjarðar er að vera framsækinn skóli og til fyrirmyndar um kennsluhætti, góða stjórnunarhætti, rekstur, velferð, aðbúnað og þjónustu við nemendur og starfsmenn.

Markmið
Markmið Menntaskóla Borgarfjarðar eru:

•    Að bjóða ungu fólki upp á vandað og traust nám til stúdentsprófs og annarra skilgreindra námsloka að loknu grunnskólanámi
•    Að bjóða ungu fólki upp á nám sem hentar þörfum hvers  og eins
•    Að nemendur njóti fræðsluskyldu til 18 ára aldurs
•    Að námið veiti bæði fræðilega og hagnýta þekkingu
•    Að styðja við námshvöt nemenda, rækta námsgleði og vinnuanda
•    Að efla frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð nemenda
•    Að velja hæfustu kennara hverju sinni
•    Að veita kennurum svigrúm til sjálfstæðis og frumkvæðis í starfi
•    Að fylgjast vel með því sem hæst ber á sviði uppeldis- og kennslumála
•    Að fylgjast vel með notkun upplýsingatækni í skólastarfi
•    Að starfshættir mótist af umburðarlyndi og jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð
•    Að skapa gott starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk
•    Að fjármál og rekstur skólans einkennist af gagnsæi og jafnvægi
•    Að nota innra mat með markvissum hætti til umbóta í skólastarfi

Sérstaða
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur leitast við að marka sér sérstöðu með eftirfarandi hætti:

•    Nemendur ljúka stúdentsprófi að jafnaði á þremur árum
•    Skólaárið er 180 starfsdagar nemenda
•    Formleg annarpróf í desember og maí eru ekki til staðar
•    Leiðsagnarmat er viðhaft í öllum áföngum
•    Nemendur fá endurgjöf á nám sitt og vinnu á fimm vikna fresti (Vörður)
•    Kennslustundum er skipt í þrennt, í fagtíma, vinnutíma og leiðsagnartíma
•    Allir nemendur og kennarar eru með fartölvur og tengdir netinu í skólanum
•    Skólinn notast við opinn hugbúnað í námi og kennslu