Home » Skólahjúkrunarfræðingur

Skólahjúkrunarfræðingur

Menntaskóli Borgarfjarðar hefur gert samning við Heilbrigðisstofnun Vesturlands um þjónustu hjúkrunarfræðings fyrir nemendur skólans (ungmennamóttaka HVE). Móttakan er opin öllum ungmennum á aldrinum 15 – 20 ára. Ekki þarf að panta tíma heldur er nóg að mæta á staðinn eða hringja í síma 831-2500.  Móttakan er opin fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:00 – 18:00.