Home » Námið » Námsbrautir og áfangar » Náttúrufræðibraut – búfræðisvið

Náttúrufræðibraut – búfræðisvið

Náttúrufræðibraut með búfræðisviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raunvísinda. Tvö seinni árin taka nemendur við búfræðibrautina á Hvanneyri. Nemendur útskrifast með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Lokamarkmið náttúrufræðibrautar – búfræðisvið
Að nemandi:

  • hafi almenna og sértæka þekkingu á sviði raungreina
  • sé vel undirbúinn fyrir háskólanám á sviði almennra náttúruvísinda, búvísinda og dýralækninga
  • hafi þekkingu og færni til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf, ekki síst á sviði rekstrar, bútækni, jarð- og búfjárræktar.
  • þekki til og geti beitt vísindalegum vinnubrögðum í raungreinum