Home » Námið » Námsbrautir og áfangar » Náttúrufræðibraut

Náttúrufræðibraut

Markmið náttúrufræðibrautar er að búa nemendur undir nám í raunvísindum og skyldum greinum á háskólastigi. Á náttúrufræðibraut er lögð áhersla á eftirfarandi grunnþætti; læsi, sköpun og sjálfbærni. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími að jafnaði er 6 annir. Náttúrufræðibraut samkv. nýrri námskrá.

Lokamarkmið náttúrufræðibrautar:
Að nemandi

  • hafi almenna undirstöðuþekkingu á sviði raungreina
  • hafi sértæka þekkingu á afmörkuðum sviðum raungreina
  • sé vel undirbúinn fyrir nám í raunvísindum í háskóla
  • þekki til og geti beitt vísindalegum vinnubrögðum við úrlausn verkefna
  • sé meðvitaður um gildi sjálfbærni í víðum skilningi
  • sé meðvitaður um mikilvægi heilbrigðs lífernis
  • beri virðingu fyrir náttúrunni og geti tekið ábyrga afstöðu til mála sem að henni snúa
  • sé læs á upplýsingar á ýmsu formi og geti nýtt sér þær við að taka gagnrýna afstöðu.

 

Natturufraedibraut_7_9_15