Home » Félagsfræðabraut

Félagsfræðabraut

Á félagsfræðabraut er megin áherslan á samfélagsgreinar og kjarnagreinar. Í samfélagsgreinum er lögð áhersla á nám til jafnréttis, lýðræðis og mannréttinda. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími að jafnaði er 6 annir. Félagsfræðabraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í mennta- félags- og hugvísindadeildum háskóla.  Félagsfræðabraut samkv. nýrri námskrá.

Lokamarkmið félagsfræðabrautar:

Að nemandi

  • hafi almenna og sértæka þekkingu og færni á sviði félags-, mennta- og hugvísindagreina
  • sé vel undirbúinn undir nám á félags-, mennta- og hugvísindagreina
  • sé meðvitaður og virkur þátttakandi í lýðræði, mannréttindum og jafnrétti.

felagsfraedabraut_7_9_2015